þriðjudagur, 26. júní 2018

HM í Rússlandi 2018

Þá er þátttöku íslenska landsliðsins lokið á HM í Rússlandi. Vonir okkar um að brjóta nýtt blað í fótboltasögu okkar og komast í 16 liða úrslit urðu ekki að veruleika. Það var mikið afrek þegar við gerðum jafntefli við Argentínu 1:1 með sjálfan knattspyrnumógulínn Messi í argentínska liðinu. Tala nú ekki um þegar Hannes varði vítaspyrnuna hjá Messi. Það var ánægjulegt að Gylfi Sigurðsson skyldi ná að skora úr vítaspyrnunni í leiknum við Króata eftir að hafa mistekist það í leiknum gegn Nígeríumönnum. Framganga liðsheildarinnar hefur verið mikil og góð landkynning fyrir Ísland. Hróður okkar hefur farið víða og fjallað er um okkur af víða af aðdáun og hlutlægni. Slík kynning er ómetanleg. Mikil fagmennska og leikgleði hefur einkennt þessa leika og eru þeir Rússum til mikils sóma. Framundan er áframhaldandi fótboltaveisla, en óneitanlega er spennustigið lægra nú þegar þátttöku okkar er lokið. Áfram Ísland.