þriðjudagur, 4. maí 2021

Gos á Reykjanesi

 Nú hefur gosið varðað í Fagradalsfjalli rúmlega mánuð eða frá 20 mars. Það hefur verið magnað að fylgjast með gosinu frá Borgarholtinu hér í Kópavogi. Um síðustu helgi keyrðum við á miðnætti til Grindavíkur og áleiðis að gosstöðva bílastæðinu austan við Grindavík. Magnað var að fylgjast með gosinu þessa kvöldstund. Eldtungur náðu óvenju hátt og sáust víða að.Uppfært 3. október. Þessi mynd var tekin fyrrihlutann í september. Nú hefur ekki runnið hraun úr Fagradalsfjalli síðan 18. september sl. Hinsvegar eru mikil jarðskjálftahrina á sprungusvæðinu í kringum fjallið Keili. Vísindamenn eru ekki sammála um hvort þessir jarðskjálftar eru vegna spennubrytinga í jarðskorpunni eða kvikustreymis á svæðinu sem er að leita nýrra leiða upp á yfirborðið. Það er bara að bíða og vona hið besta.