fimmtudagur, 31. október 2019

Ókeypis í sund

í gær gékk ég eins og fínn maður inn í Sundlaug Kópavogs og í fyrsta skipti á ævinni borgaði ég ekki krónu í aðgangseyri. Hafði orðastað um það við afgreiðslufólkið að þetta væri fyrsta skiptið á ævinni sem ég færi ókeypis í sund. Þau ætluðu að þrátta um það og sögðu að ég hefði ekki heldur borgað fram að 18 ára aldri. Ó jú, ég borgaði líka þegar ég var undir 18 ára aldri, upplýsti ég þetta ágæta fólk um. Oft var það svo að síðustu krónurnar fóru í sundhöllina og ekkert eftir til að kaupa snúð þegar sundi var lokið. Ég er sem sagt einn af þessum sem alltaf hefur þurft að borga ALLT hvað varðar opinbera þjónustu, þar til núna. Nú þarf ég bara að fá mér svona kort sem veitir drjúga afslætti af öllu og sumt ku víst vera ókeypis.