laugardagur, 20. nóvember 2021

Líffræði/hagfræðingur

Ég man þegar ég var sendur úr MR niður á tjörn að skoða vistskerfi hennar. Það var fróðlegt og skemmtilegt. Hugtakið "ecosystem" var nýtt og var að vinna sér sess. Ég man líka samtal við prófessor í líffræði upp til fjalla þegar ég trúði honum fyrir áhuga mínum á líffræði. Svarinu gleymi ég ekki: Sveinn þú hefur unnið að einu mikilvægasta líffræðiverkefni síðustu áratuga, fiskveiðistjórnun. Þú hefur verið einskonar líffræði/hagfræðingur! Það er helst við aðstæður eins og þessar í björtu lygnu veðri að við sjáum skýrar - samhengi hlutanna.  Þá man ég ráðstefnuna fyrir tveimur árum þegar ég stóð frammi fyrir 230 ungum Japönum í Tokyo sem vildu fræðast um stjórnkerfi fiskveiða á Íslandi. Ég minnist þess ekki að margir þeir sem gapa hæst um umhverfismál í dag hafi haft eða komið að því að verja þetta verkefni. Þeirra verkefni er sýnilegra stærra og mikilvægara, bjarga skal öllum heiminum með góðu eða illu. Þeir minna mig stundum á gömlu byltingarsinnana sem döguðu uppi á áttunda áratug síðustu aldar.