laugardagur, 28. júní 2008

Komin til Svíþjóðar.

Við fórum yfir Eyrarsundsbrúnna í dag til Svíþjóðar eftir góðan dag í Kaupmannahöfn. Sirrý var á ráðstefnunni til hádegis en ég fékk mér göngutúr um miðbæinn. Hér er skýjað og 18 stiga hiti. Það er spáð hitabylgju á morgun og næstu daga. Við biðjum að heilsa Majorkaförunum. Gaman væri að fá að heyra af ykkur. Það getið þið gert með því að skrifa í "commenta" kerfið á bloggsíðunni. Bestu kveðjur.

I Køben.

Thad rignir i Køben. Flugvelin tafdist vegna verkfalls flugumferdarstjora i tvo tima. Annars gekk allt ad oskum. Sigldum um sikin i gærkvøldi og bordudum a finum veitingastad. I dag førum vid til Sverige. Hvort tad verdur Kristianstad eda Gøteborg kemur bara i ljos. Hilsen.

ps. afsakið en það vantaði íslenska stafi á tölvuna.

fimmtudagur, 26. júní 2008

Enn einn stórleikurinn

Leikur Spánar og Rússa var frábær skemmtun. Þetta var svolítið leikur kattarins að músinni(þversögn í því að tala um Rússa sem mýs jafnvel í þessu samhengi) þegar líða tók á leikinn. Spánverjar sem léku í gulum treyjum tók Rússana í kennslu og unnu þá með þremur mörkum. Maður trúði því varla að þetta væru sömu Rússarnir sem tóku Svía í bakaríið hérna um daginn sem líka léku í gulum peysum. Jæja farinn í frí. Bestu kveðjur til ykkar allra.

miðvikudagur, 25. júní 2008

Fótboltadrama.

Philipp Lahm (Mynd: Die Welt) Já það var þessi kappi Philip Lahm sem kom Þjóðverjum áfram í lokakeppnina í Evrópumeistarakeppninni. Þeir eru ótrúlegir baráttujálkar Þjóðverjarnir. Skipulagðir, agaðir þrautþjálfaðir og gefast aldrei upp. Tyrkirnir reyndu hvað þeir gátu en það dugði ekki til. Einhvernveginn lág það í loftinu að Þjóðverjar hefðu þá þót þeir væru undir í byrjun. Tyrkirnir börðust eins á ljón svona meira af vilja en getu sem alltaf er aðdáunarvert. Maður hefur alls ekki séð nóg af leikjum undanfarið. Það hefur verið í nógu að snúast. Fylgdist þó með Svíum í upphafi og Portúgölum. En hugsið ykkur Englendingar komust ekki einu sinni í keppnina. Sitja á sama bekk og við. Það hlýtur að vera þeim umhugsunarefni. Kveðja

þriðjudagur, 24. júní 2008

Við leik og störf.

Vek athygli ykkar á þessari heimasíðu Víkurhrepps. Hér má sjá myndir af Sigrúnu að störfum á dvalarheimilinu. Hún hefur unnið mikið síðustu daga en fær stutt frí núna í vikunni. Sirrý er farin á fund í Kaupmannahöfn en Hjörtur Friðrik kemur í vikunni aftur frá Svíþjóð. Þetta eru helstu fréttir héðan. Kveðja.

sunnudagur, 22. júní 2008

Helgin flaug hjá

Þetta eru búnir að vera frábærir dagar í sól og sumaryl. Við pössuðum Lilju á föstudagskvöldið. Á laugardaginn fórum við upp í Borgarnes og sóttum Svein Hjört yngri. Hann hefur verið hjá okkur í góðu yfirlæti um helgina. Í gær komu Vala Birna og Hilda að leika við "litla" Svenna. Nú hingað kom Sunna í pössun í gærdag og var hér í nótt. Björn kom í morgun og náði í hana. Við rétt náðum að fara með hana einn hring í dalnum áður en hann kom. Hingað komu foreldrar mínir, Unnur og Hjörtur í dag svo og Valdimar, Stella og Lilja. Svo erum við búin að vera í drjúgu símasambandi við Borgarnes (mömmu hans Svenna), Kristianstad (pabba hans Svenna), Vík í Mýrdal (frænku hans Svenna) og Hemrukotið hennar Höllu (langömmusystir hans Svenna). Þannig það hefur verið í nógu að snúast. Sögur af leiðinlegu veðri í Vík á Mýrdalssandi(hvít jörð í gær) og grenjandi rigningu í Skaftártungu hafa verið til þess fallnar að við höfum notið sólarinnar í botn. Kveðja.

fimmtudagur, 19. júní 2008

Nokkrir viðkomustaðir.


Þetta eru helstu borgir og bæir sem maður hefur heimsótt í gegnum tíðina. Þetta eru nú orðnir nokkuð margir staðir en augljóslega vantar fleiri pinna í Afríku, Suður - Ameríku, Asíu og Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

þriðjudagur, 17. júní 2008

Gleðilega þjóðhátíð.

Fórum í bæinn í dag og á Rútstún. Yndislegt veður. Hilda og Vala Birna komu á pallinn og við grilluðum úti. Kveðja.

sunnudagur, 15. júní 2008

Úr dagsins önn.

Í snúning. Það hefur verið í miklu að snúast þessa vikuna. Í gærkvöldi vorum við í brúðkaupsveislu Sæmundar Karls og Krístínar Helgu. Stórglæsileg veisla sem endaði á því að boðið var upp á lifandi tónlist og dans. Hér má sjá okkur feðginin í léttri sveiflu.

Þreyttir foreldrar. Já það var mikið að gera hjá Valdimari og Stellu þessa helgi. Valdimar var að útskrifast sem BA í lögum frá HÍ. Tók þessa skemmtilegu mynd af þeim þegar þau voru að bíða eftir komu okkar eftir útskriftina.
Valdimar. Valdimar var glaður yfir áfanganum og ekki síður trompetinum sem við gáfum honum í tilefni áfangans. Nú getur hann í frítíma sínum farið að æfa gömlu lögin sem hann var að spila hér á árum áður í Skólahljómsveit Grafarvogs. Að sjálfsögðu fylgir dempari þannig að nágrannar hans þurfa ekki að örvænta.
Súlur. Ég fór keyrandi norður á Akureyri eldsnemma á fimmtudagsmorguninn til þess að taka þátt í ráðstefnu sem var á vegum Háskólans á Akureyri og bar yfirskriftina "Future challenges for the seafood industry". Afar fróðleg ráðstefna með góðum erindum um það sem er helst í döfinni í sjávarútvegi og fiskeldi. Keyrði svo aftur í bæinn á föstudaginn. Þessi mynd er tekin úr Húna ll á Pollinum fyrir framan Akureyri.

mánudagur, 9. júní 2008

Afpöntun takk....

Ég fór á hádegisfyrirlestur í dag í Odda sem bar yfirskriftina fjármálakreppan 2007 - 2010. Fyrirlesari var Robert Wade prófessor við London School of Economics. Fróðlegur fyrirlestur en myndin sem hann málaði upp var æði dökk. Hann vitnaði í breska seðlabankastjórann Melvyn King sem sagði í ræðu í fyrra að "NICE" (non inflationary consistantly expansionary) áratugurinn væri liðinn, sem að sjálfsögðu mætti einnig kalla góða áratuginn upp á íslensku. Það kom upp í huga minn gamall frasi sem eignaður er Tage heitnum Danielsson, sænskum grínista: "Om världens undergång är nära, låt os genast avbeställa den." Í lauslegri íslenskri þýðingu fyrir þá sem ekki skilja sænsku:" Ef heimsendir er í námd, skulum við einhenda okkur í því að afpanta hann." En að öllu gamni slepptu þá var prófessorinn þeirrar skoðunar að bankarnir hefðu ekki staðið sig. Þeir hefðu tekið of mikla áhættu vitandi að samfélagið yrði að taka ábyrgð á þeim ef illa færi vegna samfélagslegs mikilvægis þeirra. Hann taldi að endurskoða yrði reglugerðarverk fjármálageirans vegna þess að í því væru alvarlegir gallar, sem sköpuðu hagsmunaárekstra. Í því sambandi benti hann á þessi matsfyrirtæki sem eru að gefa fjármálastofnunum lánshæfiseinkunnir. Það væru bankarnir sem greiddu lánshæfisfyrirtækjunum þjónustuna og bankarnir gætu sjálfir valið matsfyrirtækin. Matsfyrirtækin eru jafnframt að bjóða bönkum "bankaafurðir" sem eru ekki teknar út af hlutlausum aðilum. Hann kenndi fjáraustri til húsnæðiskaupa í USA um hvernig er komið. Taldi hann að tekið gæti mörg ár að greiða úr vandanum og staðan í bankageiranum ætti aðeins eftir að versna. Við skulum vona að þessi mynd sé ekki jafn slæm og prófessorinn dró upp í þessum fyrirlestri. En líklega vissara að fara varlega á meðan þetta ástand varir.

sunnudagur, 8. júní 2008

Brimströndin

Amma, pabbi og Svenni.
Við fórum í dag austur í Tungu og ætluðum að gista í nótt, en veðrið var svo leiðinlegt að við fórum aftur heim. Það var ekki hundi út sigandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Sveinn Hjörtur yngri kemur í kofann og er því fjórði ættliðurinn sem heimsækir Göggukot. Eigi að síður áttum við þarna góðan dag með þeim Hirti Friðrik og Sveini Hirti jr.

Brimströndin. Það er ekki alltaf sól og sumar á Íslandi. Gott dæmi um það er þessi mynd af Reynisdröngum. Brimaldan var kröftug þennan dag og betra að halda sig í hæfilegri fjarlægð. Kveðja.

miðvikudagur, 4. júní 2008

Lilja eins árs.

Óskum Lilju til hamingju með eins árs afmælið í dag. Stúlkan dafnar afar vel og gaman að fylgjast með því. Í gær komu Hjörtur og Ingibjörg með drengina sína frá Svíþjóð í frí. Þeir eru hinir sprækustu og hafa þroskast mikið síðan við sáum þá síðast. Sigrún Huld sinnir skyldustörfum í Hlíðartúni og er á hestanámskeiði í frítíma sínum. Þetta er svona það helsta héðan. Kveðja.

sunnudagur, 1. júní 2008

Á sjómannadaginn.

Sjóminjasafnið í Reykjanesbæ. Tók þessa mynd á sjóminjasafninu í Reykjanesbæ. Fjölmörg áhugaverð mótel að sjá þar. Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn. Var í Grindavík á föstudagskvöldið 30. maí og strax þá um kvöldið voru hátíðarhöldin hafin þar í bæ. Nú í dag var maður við viðtækið að hlusta á ræðuhöldin á hafnarbakkanum í Reykjavík. Við fórum í afmælisveislu á Hlíðarveginn í gær. Þetta er nú svona það helsta í fréttum héðan. Kveðja.