föstudagur, 28. júlí 2006

Á Särö strönd.

2006 Það voru Svíar sem tóku þessa mynd af okkur í Särö rétt suður af Gautaborg. Til Särö höfum við alltaf farið þegar við höfum farið til Gautaborgar. Við eigum mynd af okkur þremur á þessum stað sem tekin var fyrir 30 árum. Það er gaman að eiga svona mynd þrjátíu árum síðar. Hér komu í gærkvöldi Sigurður og Vélaug ásamt Snorra Þór. Einnig voru hér Pálmi Ágústsson og Guðlaug Jónsdóttir eiginkona hans frá Gautaborg. Sigurður og Pálmi eru bræðrasynir. Við höfum verið heima í dag. Eg lenti í því að snúa mig á fæti og þurfti að fara á slysavarðstofuna. Ég er ekki brotinn en þetta var ansi vont. Hér komu í dag Valdimar og Stella. Þetta eru svona helstu fréttir úr fríinu.








1976 Hér kemur svo myndin sem tekin var af okkur fyrir 30 árum á sama stað í Särö. Það er óhætt að segja að öll höfum við nú vaxið og dafnað á þessum áratugum.

miðvikudagur, 26. júlí 2006

Fréttir úr fríinu.




Við komum heim í gær úr 9 daga fríi í Svíðþjóð. Þetta var yndislegt frí sem við áttum og veðrið lék við okkur allan tímann. Að vísu var stundum of heitt veður. Við gistum í Kristianstad og fórum mest dagstúra þaðan. Lágum á ströndinni við Åhus. Fórum í ferð um Smálönd og skoðuðum m.a. glerverksmiðjur og keyrðum að hluta eftir veg "Utvandrarna" til Karlshamn en þaðan fóru þeir margir vestur um haf til Ameríku. Við heimsóttum Lund og Malmö. Skoðuðum "snúningsháhýsið" í Malmö og dómkrikjuna í Lundi. Leiðin lág einnig til Gautaborgar í stutta heimsókn og þar hittum við Kristján Róbert og Marie, Trausta og Not, svo og Pálma Ágústsson og Guðlaugu.Við könnuðum gamlar slóðir og fórum í gönguferð út í Särö, svokallaðan "kungsprominad" hring. Að lokum áttum við góðan dag í Kaupmannahöfn. Í dag höfum við verið heimavið og haldið upp á afmæli Sigrúnar og hafa ýmsir litið hér við í tilefni dagsins.

sunnudagur, 16. júlí 2006

Nú tökum við annálsritun rólega í bili.

Annaálsritari er í sumarfríi og hefur frá litlu að segja. Rigning og slagveður undanfarna daga hefur verið fremur hvimleitt, satt best að segja. Hjörtur er farinn til Svíþjóðar. Hér komu í gærkvöldi Valdimar og Stella, Hilda og Magnús auk þess sem nafni, Hjörtur og Ingibjörg voru hér og svo að sjálfsögðu við heimilsfólkið. Óskum öllum lesendum ánægjulegra sumardaga.
Kveðja.

sunnudagur, 9. júlí 2006

Ítalir heimsmeistarar.

Jæja það urðu þá Ítalir sem unnu Frakka í vítaspyrnukeppni og urðu heimsmeistarar. Frakkar voru nú meira afgerandi í leiknum en það telur ekki, heldur skoruð mörk, líka úr vítaspyrnukeppninni. Við höfum haft í nógu að snúast þessa helgi. Fórum á laugardag í heimsókn til Hjartar, Ingibjargar og nafna í sumarbústað í Skorradal. Í dag skoðuðum við fornbæjarsafnið 871 +/- 2 í Aðalstræti. Mæli með því að fólk skoði þetta safn sem lýsir á áhugaverðan hátt upphafi Íslandsbyggðar. Enduðum heima hjá Helga og Ingunni og horfðum á leikinn í 40 tommu sjónvarpstæki. Hittum þau fyrir tilviljun á sama safni. Hófum daginn á morgunstarfi í garðinum með því að reita arfa og drasl úr beðum. Jæja hef þetta ekki lengra. Kveðja.

laugardagur, 8. júlí 2006

Þórunn Ingibjörg amma.

Þórunn systir hringdi í mig í kvöld og sagði mér að hún væri orðin AMMA. Árni og Sunneva eignuðust litla stúlku í kvöld. Stúlkubarni og móður heilsast vel. Við óskum nýbökuðum foreldrum, ömmum og öfum, til hamingju með litlu stúlkuna. Ansi er maður orðinn fullorðinn þegar "litla" systir er orðin amma.

fimmtudagur, 6. júlí 2006

Austur að Flúðum.


Við Sirrý keyrðum austur að Flúðum í dag til að heimsækja Sigurð og Vélaugu í sumarhúsi sem þau hafa dvalið í yfir vikuna. Þar hittum við Snorra Þór og Baldur Braga Sigurðssyni bræður Sirrýjar, sem voru að spila golf á vellí í nágrenni sumarbústaðarins. Gunnar Örn er með börnin sín Spáni. Okkur var boðið í þennan fína grillmat og áttum við með þeim góða kvöldstund. Málin krufin, slegið á létta strengi, hlegið já allur pakkinn. Þetta eru frábærar stundir þegar þær koma. Lögðum af stað í bæinn kl. 22.00 og vorum rúman klukkutíma á leiðinni. Þetta eru um 100 km frá Rvík.

miðvikudagur, 5. júlí 2006

Nú voru Frakkar heppnir.

Þeir unnu með einu marki úr vítaspyrnu, sem fékkst út á lélega leiktilburði í Henry. Portugalir voru mun betri, en það var eins og áður hjá þeim boltinn vildi ekki í markið. Þá er ljóst að það verða Frakkar og Ítalir sem keppa til úrslita. Annars lítið í fréttum héðan. Valdimar og Stella komu hér í heimsókn í kvöld og horfðu á boltann með okkur. Nú fer heimsmeistarmótinu að ljúka og þá byrjar þessi "eftirboltabummer". En það koma tíma og koma ráð. Þá er bara að finna sér eitthvað annað spennandi.

þriðjudagur, 4. júlí 2006

Jæja, þannig fór um sjóferð þá.

Ítalirnir voru með sterkara lið. Þetta voru sanngjörn úrslit burtséð frá því með hvaða liði maður hélt. Þjóðverjar fengu a.m.k. tvö tækifæri sem maður má ekki brenna af í svona leik. Skyldu Portugalar eiga séns í Frakka? Það getur sýnilega allt gerst fyrst Þjóðverjar eru úr leik. Hingað komu í kvöld og horfðu á leikinn með okkur Helgi og Ingunn. Það er þungbúið úti og ekkert sumarveður. Þannig að það er kærkomið að geta verið í góðum gír fyrir framan sjónvarpið og horft á heimsmeistarkeppnina.

sunnudagur, 2. júlí 2006

Veðjað á úrslit í boltanum.

Þá eru línurnar farnar að skýrast í heimsmeistarakeppninni. Englendingar töpuðu fyrir Portugal. Það kom ekki á óvart. Þeir hafa bara verið frekar slappir. Þjóðverjar unnu Argentínumenn. Í raun kom það heldur ekki á óvart, þótt báðir þessir leikir væru afgreiddir í vítaspyrnukeppni. Frakkar lögðu Brasilíumenn. Ég átti satt best að segja von á því að Brassarnir mundu geta gert betur en þetta varð enginn sambaleikur. Það stefnir allt í hörku úrslit milli Frakka og Þjóðverja. Ég tel að hvorki Ítalir né Portugalir komist í úrslitaleikinn. Annars er mest lítið í fréttum. Hér kom í dag Gunnar Örn bróðir Sirrýjar. Hann er að fara til Spánar með börnin sín. Sigrún kom heim í dag úr sumarbústaðarferð í Skaftártungunni með vinkonum sínum. Hjörtur hefur verið hér í heimsókn og Valdi og Stella fóru í útileigu í Stykkishólm. Hittum Völu Birnu og foreldra hennar í dag í kaffiboði.

laugardagur, 1. júlí 2006

Stebbi vinur fimmtugur.

Við fórum í fimmtugsafmæli í dag til Stefáns Sigurðssonar Perlustjóra. Það fór auðvitað ekkert milli mála að það var höfðingi sem átti afmæli. Þarna var margt manna og kvenna þar á meðal fyrrum forseti lýðveldisins frú Vígdís. Ef maður vill segja eitthvað fallegt um samferðarmann þá er það að mínu viti að hann sé MAÐUR eða "Mench" eins og Larry King segir það. Stebbi uppfyllir öll skilyrði til þess að komast í þennan hóp. Hann er góður drengur sem vill öllum vel. Hann hefur mannbætandi áhrif á alla í kringum sig. Svo á hann yndislega eiginkonu sem bætir upp á það sem á kann að vanta. Oft í gegnum árin hefur maður notið þess að vera í návist hans þegar hanna stjórnar matseldinni. Þegar hann töfrar fram veisluborð úr að því er virðist engu. Þetta geta bara listamenn á hvaða sviði sem þeir starfa. Ég hitti í veislunni kollega minn sem ég hef stundum átt í skoðnadeilum við. Við ræddum saman á vinasamlegum nótum. Í lokin sagði hann: "Sveinn þakka þér þetta spjal. Gaman að ræða við þig og skilja við þig á vinsamlegum nótum." Ég mat þetta mikils og vona að hann hafi skilið það. Stundum hefur maður kannski verið ógætinn í orðum þegar maður hefur verið að verja málstaðinn og þá meira af kappi en forsjá. Allavega var fyrirgefningin kærkomin. Hef þetta ekki lengra. Kveðja.