sunnudagur, 2. júlí 2006

Veðjað á úrslit í boltanum.

Þá eru línurnar farnar að skýrast í heimsmeistarakeppninni. Englendingar töpuðu fyrir Portugal. Það kom ekki á óvart. Þeir hafa bara verið frekar slappir. Þjóðverjar unnu Argentínumenn. Í raun kom það heldur ekki á óvart, þótt báðir þessir leikir væru afgreiddir í vítaspyrnukeppni. Frakkar lögðu Brasilíumenn. Ég átti satt best að segja von á því að Brassarnir mundu geta gert betur en þetta varð enginn sambaleikur. Það stefnir allt í hörku úrslit milli Frakka og Þjóðverja. Ég tel að hvorki Ítalir né Portugalir komist í úrslitaleikinn. Annars er mest lítið í fréttum. Hér kom í dag Gunnar Örn bróðir Sirrýjar. Hann er að fara til Spánar með börnin sín. Sigrún kom heim í dag úr sumarbústaðarferð í Skaftártungunni með vinkonum sínum. Hjörtur hefur verið hér í heimsókn og Valdi og Stella fóru í útileigu í Stykkishólm. Hittum Völu Birnu og foreldra hennar í dag í kaffiboði.

Engin ummæli: