föstudagur, 28. júlí 2006

Á Särö strönd.

2006 Það voru Svíar sem tóku þessa mynd af okkur í Särö rétt suður af Gautaborg. Til Särö höfum við alltaf farið þegar við höfum farið til Gautaborgar. Við eigum mynd af okkur þremur á þessum stað sem tekin var fyrir 30 árum. Það er gaman að eiga svona mynd þrjátíu árum síðar. Hér komu í gærkvöldi Sigurður og Vélaug ásamt Snorra Þór. Einnig voru hér Pálmi Ágústsson og Guðlaug Jónsdóttir eiginkona hans frá Gautaborg. Sigurður og Pálmi eru bræðrasynir. Við höfum verið heima í dag. Eg lenti í því að snúa mig á fæti og þurfti að fara á slysavarðstofuna. Ég er ekki brotinn en þetta var ansi vont. Hér komu í dag Valdimar og Stella. Þetta eru svona helstu fréttir úr fríinu.








1976 Hér kemur svo myndin sem tekin var af okkur fyrir 30 árum á sama stað í Särö. Það er óhætt að segja að öll höfum við nú vaxið og dafnað á þessum áratugum.

Engin ummæli: