miðvikudagur, 26. júlí 2006

Fréttir úr fríinu.




Við komum heim í gær úr 9 daga fríi í Svíðþjóð. Þetta var yndislegt frí sem við áttum og veðrið lék við okkur allan tímann. Að vísu var stundum of heitt veður. Við gistum í Kristianstad og fórum mest dagstúra þaðan. Lágum á ströndinni við Åhus. Fórum í ferð um Smálönd og skoðuðum m.a. glerverksmiðjur og keyrðum að hluta eftir veg "Utvandrarna" til Karlshamn en þaðan fóru þeir margir vestur um haf til Ameríku. Við heimsóttum Lund og Malmö. Skoðuðum "snúningsháhýsið" í Malmö og dómkrikjuna í Lundi. Leiðin lág einnig til Gautaborgar í stutta heimsókn og þar hittum við Kristján Róbert og Marie, Trausta og Not, svo og Pálma Ágústsson og Guðlaugu.Við könnuðum gamlar slóðir og fórum í gönguferð út í Särö, svokallaðan "kungsprominad" hring. Að lokum áttum við góðan dag í Kaupmannahöfn. Í dag höfum við verið heimavið og haldið upp á afmæli Sigrúnar og hafa ýmsir litið hér við í tilefni dagsins.

Engin ummæli: