sunnudagur, 9. júlí 2006

Ítalir heimsmeistarar.

Jæja það urðu þá Ítalir sem unnu Frakka í vítaspyrnukeppni og urðu heimsmeistarar. Frakkar voru nú meira afgerandi í leiknum en það telur ekki, heldur skoruð mörk, líka úr vítaspyrnukeppninni. Við höfum haft í nógu að snúast þessa helgi. Fórum á laugardag í heimsókn til Hjartar, Ingibjargar og nafna í sumarbústað í Skorradal. Í dag skoðuðum við fornbæjarsafnið 871 +/- 2 í Aðalstræti. Mæli með því að fólk skoði þetta safn sem lýsir á áhugaverðan hátt upphafi Íslandsbyggðar. Enduðum heima hjá Helga og Ingunni og horfðum á leikinn í 40 tommu sjónvarpstæki. Hittum þau fyrir tilviljun á sama safni. Hófum daginn á morgunstarfi í garðinum með því að reita arfa og drasl úr beðum. Jæja hef þetta ekki lengra. Kveðja.

Engin ummæli: