mánudagur, 14. nóvember 2011

Æfingabúðir í Borgarnesi

Við í Söngfélagi Skaftfellinga fórum í æfingabúðir í Borgarnes um síðustu helgi. Æft var á laugardeginum frá því kl. 13.00 til 17.00 í Tónlistarskólanum í Borgarnesi, sem áður var apótekið á staðnum. Borðað var á "Bed and breakfast" í fyrrum kaupfélagsstjórahúsinu, glæsilegu húsi frá stórveldistíma Kaupfélags Borgnesinga. Við vorum flest sem gistum þar sem áður voru bæjarskrifstofurnar. Á sunnudeginum var æfingum framhaldið til hádegis og nú í kaupfélagsstjórahúsinu. Af framansögðu má ráða að margar byggingar í bænum hafa fengið nýtt hlutverk í ferðamannaþjónustu vegna breyttra áherslna í atvinnumálum. Borgarnes er hægt og bítandi að verða sannkallaður ferðamannastaður. Enda er bæjarstæðið og umhverfið eitt það fegursta og tilkomumesta á landinu. Á laugardagskvöldinu var efnt til kvöldverðarhófs og tókst það eins og best verður á kostið.