þriðjudagur, 20. október 2020

Bókin hans Bolton og forsetakosningarnar 2020

 Ég las bók John Bolton þjóðaröryggisráðgjafa Trumps forseta. Hann starfaði 18 mánuði í þessu starfi og dreif sig í að segja starfi sínu lausu þegar hann taldi að Trump ætlaði að losa sig við hann. Hann á það allt skriflegt, en þá greinir á um hvort hann hafi sagt upp eða hvort hann hafi verið rekinn. Bolton var varaður við að hann mætti alls ekki skyggja á forsetann. Það væri ávísun á brottrekstur. Bókin fjallar á hlutlægan hátt um Trump og ljóst að Bolton rekur mörg mál sem hafa verið í fjölmiðlum á hlutlægan hátt. Eigi að síður liggur alltaf undir þessi undirtón að menn eru reknir hægri og vinstri. Nú styttist í forsetakosningarnar og ljóst að Trump virðist forðast beinar rökræður við Joe Biden. Hann fer þó víða  um með uppslætti sína og fjölmiðlar endursegja það sem hann segir. Í rauninni er aðeins það eftir að bíða þess að talið verði upp úr kjörkössum í nóvember. Það virðist með öllu óljóst hvort hann hafi vinninginn eða ekki. Viðbót í febrúar 2021.Við vitum núna hvernig forsetakosningarnar í USA fóru. Joe Biden vann Trump. Trump stóð fyrir árás á þinghúsið sem kostaði 6 mannslíf. Hvarf á braut frá Wasington og sagðist koma aftur að 4 árum liðnum. Þannig fór sú saga. Nú er það spurningin hvort hann sé kominn í varanlegt skjól eða áfram verði sótt að honum í gegnum dómstóla.