fimmtudagur, 29. september 2022

Tvær sprautur

 Þáði í dag bæði fjórðu covid sprautuna og innflúensu sprautu í einni og sömu heimsókninni. Ég fékk svo covid í mars í Gautaborg. Allur er varinn góður. Þetta er fyrsta skipti sem ég  læt sprauta mig gegn inflúensu.

miðvikudagur, 28. september 2022

Á suðurströndinni

 


Ég var á suðurströndinni í gær. Þetta er 400 km akstur fram og til baka. Keyrt á Seljalandsfoss frá Reykjavík og í Reynisfjöru. Viðkoma við jaðar Sólheimajökuls og beðið meðan gestir fara í gönguferð á jökulinn (3 tímar). Síðan keyrt að Skógarfossi. Eftir stutt stopp brunað í bæinn með "tæknistoppi." Vorum komin í bæinn rétt um 20.00 þ.e. 12 tíma ferð. Mikið blaðrað á leiðinni austur en fólkinu gefið frí á leiðinni suður að mestu.