miðvikudagur, 17. maí 2017

Amma fundin!

Viðburður í Kópavogsbíó 1962 - 1966
Ég verð nú bara að deila þessari mynd af samkomu í Kópavogsbíó sem Herbert Guðmundsson tók milli 1962 0g 1966. Fremst í mynd á öðrum bekk frá hægri er amma mín Stefanía Stefánsdóttir og bróðir hennar Karl Stefánsson og Þóra konan hans. Hvert tilefni fundarins kann að vera veit ég ekki. Amma átti heima að Hringbraut 52 í Reykjavík en hún og afi áttu á sínum tíma sumarhús í Kópavoginum. Ja, hérna þetta kom á óvart! Fundarefnið er líkast til menningartengt. Hún var ljóðelsk og víðlesin og Karl var það líka og setti saman töluvert af kvæðum sjálfur.


Það er skemmtilegt að segja frá því hvernig ég fann ömmu mína á þessari mynd. Þegar ég fer á tónleika með móður minni reynir hún oftar en ekki að fá sæti á þessum stað þ.e. framarlega við enda, hægra eða vinstra megin eftir atvikum. Af hverju? Jú, það er vegna þess að hún er píanóleikari sjálf og vill sjá á nótnaborðið á flyglinum og hvernig leikið er á hljóðfærið. Þegar ég var að skoða þessar myndir sló það mig að þetta gætu verið tónleikar. Í framhaldinu fór ég að velta því fyrir mér hvaða fólk þetta væri sem sæti í "sætunum hennar mömmu," enda fremst í mynd. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var forviða þegar ég sá að þarna sat hún Stebba amma, móðuramma mín. Hún spilaði líka á píanó og orgel. Þegar verið er að myndgreina gamlar myndir verður augljóslega að hafa það í huga að þótt viðburðurinn og myndefnið sé í Kópavogi sé ekki sjálfgefið að fólkið sé úr bænum. Fólk fer enn suður fyrir læk og gerði þarna.

laugardagur, 6. maí 2017

Frönsku kosningarnar 2017

 Le Pen segir að eftir kosningarnar muni kona stjórna Frakklandi. Annað hvort hún eða Merkel. Það er broddur í því og segir meira en miklar málalengingar. ESB var fyrst og fremst draumur sosíalista og sósial demokrata um að byggja sameinaða Evrópu. Nú vitum við að þessi hugmyndafræði hefur strandað. Það er komið á daginn að stuðningurinn við þjóðríkið er sterkari en sósialistar töldu. ESB hefur ekki tekist að leiða þjóðirnar í gegnum holskeflu síðustu ára. Skýrast var það þegar Þjóðverjar neituðu að hjálpa Grikkjum. Bretar ætla að hætta í ESB. Það er útbreiddur misskilningur að ESB hafi haldið friðinn í Evrópu sl. sjötíu ár. Það eigum við fyrst og fremst Bandaríkjunum að þakka og NATO. Í athyglisverðri grein Hjörleifs Guttormssonar í mbl um fall Samfylkingarinnar og erfiðleika sósialista í Evrópu gleymdi han þó að segja frá því að nýjar kynslóðir vinstri manna úr röðum menntamanna, gleymdu meginhlutverki sínu, að berjast fyrir hag launafólks. Þeir einhentu sér í staðinn að berjast fyrir sameiningu evrópsku ríkjanna. Með þeim árangri að flokkar sem kenna sig við þessar stefnur í Evrópu eiga mjög í vök að verjast.

mánudagur, 1. maí 2017