þriðjudagur, 28. maí 2019

Leiðsögumaður með réttindi

Ég skrifa orðið lítið á þessari blogg síðu minni. Eiginlega mest fyrir þrjósku að ég held henni gangandi við og við. Facebook hefur verið sá vettvangur sem maður hefur eytt mestum tíma í á undanförnum árum. Það voru krakkarnir mínir sem kenndu mér að opna bloggsíðu fyrir rúmum áratug. Þau eru öll löngu búin að loka sínum síðum, en hvað með það hér er ég enn að hluta.
Það er helst að frétta af mér að ég var að ljúka leiðsögumannanámi í Leiðsögumannaskólanum í MK. Þetta er nám sem hægt er að taka á einum vetri og það tókst. Nú á eftir að koma í ljós hvort að einhver eftirspurn sé eftir leiðsögu á ensku, sænsku eða íslensku. Ég fékk að vísu nokkur tækifæri í vetur til þess að æfa mig sem leiðsögumaður, þótt ég væri ekki búinn að ljúka námi. Fór í nokkrar norðurljósaferðir og Gullna hringinn líka. Ég hafði gaman af því að fara þessar ferðir. Norðurljósaferðir geta verið óvissuferðir í ljósi þess að ekki sjást ljósin eftir pöntun. En oftast gengu þær vel enda ýmis "verkfæri" sem hægt er að styðja sig við. Gullni hringurinn er æði staðlaður og ágætur sem slíkur, þótt hann reyni nú ekki mikið á leiðsögumanninn. Gaman væri að spreyta sig a lengri ferðum og verður það bara að koma í ljós hvort maður landi slíku verkefni í náinni framtíð. Nóg í bili. Kveðja