fimmtudagur, 11. apríl 2024

Íslendingar þurfa að aðlaga sig alþjóðlegum aðstæðum

 

Ég kom að þessu verkefni sbr mynd fyrir bráðum 40 árum. Þetta var tilraun til þess að horfa út fyrir landsteinanna á nýja markaði. Við fengum hingað fyrirlesara frá Svíþjóð, skólabróðir minn Claes Rosenberg. Hann er sérfræðingur í markaðsetningu. Maður lærði töluvert um útfluning í tengslum við þetta verkefni. Áþreifanlegt var að það voru ekki mörg fyrirtæki í landinu sem hægt var að hvetja til útrásar. Nokkur þó, sem tilbúin voru í slaginn. Markaðsmál hafa alltaf heillað mig, þó að ekki kæmi ég að þeim með beinum hætti síðar.

Árni Gunnarsson er í núna guðfræðingur, Claes vinur minn er enn að markaðssetja sænskar vörur með góðum árangri. Ég er leiðsögumaður ferðamanna og og … Við erum m.ö.o. enn allir leiðbeinendur. Allt frá lífsins leitargöngu í að leiðbeina ferðamönnum um þjóðvegi landsins. Áhugavert væri að fá Claes aftur til að fjalla um þessi mál, fara yfir stöðuna. Stjórnunarfélag Íslands, fræðsluvettvangur atvinnulífsins er nú því miður stekkur. Búið að koma þessu öllu fyrir í klóm hins opinbera. Er ekki Útflutningsráð eða Íslandsstofa eins og það heitir núna enn á framfæri ríkisins?