sunnudagur, 29. nóvember 2015

Lífssýn Línu

Á fimmtudaginn eftir vinnu fór ég á fyrirlestur hjá Bengt Starrin sænskum prófessor í félagsráðgjöf í Norræna húsinu. Boðskapur fyrirlesara var m.a. að maður getur komið á framfæri alvarlegum skilaboðum, þótt glettni sé notuð til að koma þeim áleiðis. Þá kom einnig fram í máli hans að fyrir nokkrum áratugum voru 3,3 milljónir Svía, sem nefndu dans sitt aðaláhugamál. Nú telur þessi hópur um 1,1 milljón manna. Dansáhuga þeirra hafði ég reyndar kynnst áður t.d. í Liseberg í Gautaborg, en gerði mér ekki grein fyrir hvað þetta væri jafn almennur áhugi. Astrid var dansáhugamaður og dansaði mikið. Það hjálpaði henni á erfiðum stundum. Fram kom í máli fyrirlesara að eigi englarnir að finna þig skalt þú dansa. Maður hefur víst ekkert að gera í himaríki ef maður dansar ekki. Svona stund minnir mann á hvað það er mikilvægt að rífa sig reglulega upp úr dagsrútínunni og huga að einhverju allt öðru en dægurþrasi líðandi stundar