þriðjudagur, 11. apríl 2023

Það helsta þessar vikurnar

 Í stuttu máli hefur verið í nógu að snúast  undanfarna mánuði. Í des, jan og febrúar var ég leiðsögumaður ýmist sitjandi eða ökuleiðsögumaður hjá Snæland Grímssyni hf  aðallega í verkefni fyrir ferðaskrifstofuna TUI. Þetta er líklega stærsta ferðaskrifstofa í heimi. Allavega ein af þeim stærstu. Hingað komu Bretar í heimsókn, tvö holl í hverri viku. Farið var Gullna hringinn, Suðurströnd og í Norðurljósaferðir. Í mars fórum við til  Svíþjóðar og höfum að mestu verið í Hässleholm/Malmö. Skelltum okkur eina viku til Tenerife í sólina og áttum þar góða daga. Nóg í bili.