mánudagur, 19. ágúst 2013

Strandarkirkjuganga 2013


Síðastliðinn laugardag þann 16. ágúst sl var farinn Strandarkirkjuganga afkomenda Helga Ingvarssonar yfirlæknis á Vífilsstöðum. Að þessu sinni vorum við tuttugu og eitt sem gengum þessa leið. Veður var hið besta alla leiðina og tók gangan rúma fimm klukkutíma. Að lokinni göngunni var stutt samverustund í Strandarkirkju. Nú brá svo við að á sama tíma var annar gönguhópur á ferð sem gengur þessa leið á sömu ástæðu og við þ.e. í minningu Helga Ingvarssonar. Einn af þeim sem stendur fyrir þeirri göngu er einnig afkomandi Helga. Hóparnir luku göngunni á sama tíma og héldu sameiginlega samverustund í Strandarkirkju alls rúmlega þrjátíu manns. Gunnlaugur A Jónsson forsvarsmaður "hins" hópsins fjallaði um uppruna hans og sögu. Helgi Sigurðsson forsvarsmaður "okkar" hóps sagði stuttlega frá afa sínum Helga Ingvarssyni. Í máli Helga Sigurðssonar kom fram að tilgangur ferðarinnar væri að styrkja vina- og fjölskyldubönd, íhuga tilgang lífsins og stuðla að bættri heilsu. Varðandi tilgang svona píslargöngu vísaði Gunnlaugur A Jónsson í fjallræðuna og farið var með Faðir vor.