sunnudagur, 6. september 2020

Sælgætisverksmiður í Hvömmunum í Kópavogi

 Það sem margir ekki vita um Hvammana í Kópavogi, þetta jaðarsvæði á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, er að þar voru starfandi amk þrjár sælgætisverksmiðjur. Á góðum degi gat maður farið og keypt sér afganga til að gæða sér á.  Ég var minntur á þetta í dag þegar ég kom við í einni af þessum verksmiðjum sem enn er starfandi, að vísu núna í Reyjavík. Elsta verksmiðjan var inn við sandgrifjur í Víbró húsinu, þar sem nú er Dalvegur. Hét hún Drift lakkrísgerð. Þá var það lakkrísgerðin á Hlíðarvegi, Kólus, sem nú er staðsett í Reykjavík. Þriðja verksmiðjan var í Reynihvammi og hét Alladín og framleiddi konfekt. Það var hann Þorvarður Áki Eiríksson sem var konfektgerðarmaðurinn. Það best ég veit er starfandi ein sælgætisverksmiðja í bænum í dag, sjálf Freyja. Ég er búinn að vera í nostalgíu stuði undanfarna daga og fór því í Kólus í dag og spurði um afganga. Þar var mér sagt í spjalli að Þorvarður Áki hefði aðstoðað Kólus við að þróa leiðir til þess að bræða saman súkklaði og lakkrís þegar slíkar vörur komu á markað. Þannig að sælgætisgerðamennirnir í Hvömmunum hafa haft með sér ákveðið samstarf. Annað er að sumir þessara framleiðenda voru menntaðir í Kaupmannahöfn í "konfekturgerð." Er ekki ráð fyrir okkur Kópavogsbúa að stuðla að því að sælgætisframleiðsla verði að nýju hafin til vegs og virðingar í bænum og Kópavogur verði að nýju sælgætisbær Íslands með stóru S - i. Eftir samningu þessa pistils var höfundi bent á að auki hafi verið brjóstsykurgerð í Víðihvammi. Alls fjórar verksmiðjur.