sunnudagur, 11. september 2011

Ferð um Reykjanes

Fjörupollur. Á laugardaginn fórum við félagar í Rótarýklúbbi Kópavogs í dagsferð um Suðurnes. Farið var frá Smáralind kl. 10.00 og keyrt í kapellu heilagrar Barböru við álverið. Þaðan var keyrt í Krísuvík og keyrður vegaslóði að Vigdísarvöllum. Þar var áð og borðað áður en lengra var haldið. Keyrt var í Grindavík og Sandgerði og snæddur kvöldverður í Duushúsi í Reykjanesbæ. Oft var stoppað á leiðinni og skoðuð ýmis kennileyti enda höfðum við með okkur leiðsögumann sem þekkti svæðið eins og lófann á sér. Ferðin tókst í alla staði vel og var hin skemmtilegasta.