fimmtudagur, 3. desember 2020

Sterkara gengi, samdráttur á vinnumarkaði og ferðaþjónustan

Nú segi ég eins og karlinn forðum, “sko til ég var búinn að segja ykkur þetta.” Sbr þennan póst frá 7. október sl. Gengi evru og DKK var of hátt. Enda hefur krónan styrkst og sérstaklega í dag. Við eigum nóg af gjaldeyri og þeir sem veðjuðu á veikara gengi krónunnar sleikja nú sárin. Við skulum vona að verslunin snúi niður verðlag í samræmi við þetta. Annað, nú er víða þröngt hjá þeim sem vinna í einkageiranum. Það er ekkert launaskrið hjá þeim sem þurfa að afla sinna tekna á frjálsum markaði. Hið sama á ekki við hjá þeim sem eru hjá hinu opinbera. Nú eiga alvöru stjórnmálamenn að gefa sig upp og viðurkenna að ríkislaun eru komin úr hófi fram. Stöðvið þessa óheillaþróun, ef þið vilið að tekið sé mark á ykkur. Það sama á væntanlega víðar við þar sem sjálftaka á sér stað. Sjávarútvegur okkar er það sterkur að hann getur brauðfætt okkur. Tala nú ekki um ef fiskeldið er að koma sterkt inn líka. Ferðaþjónusta verður að bíða enn um sinn. Endurskipuleggja og huga að sjálfbærum rekstri til framtíðar. Góðar stundir.

 
Deilt með Vinir