föstudagur, 25. febrúar 2022

Rússar fari frá Úkraínu

 Pútín minnir okkur á hversu varnarlaus við erum gagnvart hervaldi. Ég hef takmarkað vit á geopólitík. Veit ekki hvað er rétt eða rangt í þessum kröfum Rússa. Ég er hinsvegar á móti beitingu hervalds. Við höfum nú átt nokkuð friðsæla áratugi í Evrópu. Þá undanskil ég átökin í fyrrum Júgóslavíu þar sem 800 þúsund manns létu lífið! Rússland sem reiddi sig á Vesturveldin til þess lifa af innrás Þjóðverja í WWII! Af hverju beita þeir grannríki slíku ofríki? Vantar þá matvæli? Þegar þeir misstu tökin á Mið-Evrópu misstu þeir stóran hluta af matvæla forðarbúri sínu. Ég hef enga trú á að Rússar geti í skjóli hervalds kúgað milljónir manna um ókomna framtíð. Á einhverju stigi fellur þetta pútínska veldi saman. Fólk vill svigrúm til að lifa sínu lífi óhað svona ofbeldismönnum.