föstudagur, 28. ágúst 2020

Mister, mister,

 Mister! mister! mister! Stop! sagði flugfreyjan í júgóslavnesku flugvélinni þegar Þorgeir stóð upp og ætlaði að æða út úr flugvélinni á Kastrup um opna afturhurðina. Vélin var biluð og beðið eftir varahlut frá Hamborg. Við nokkir Íslendingar höfðum setið hálfan daginn í vélinni, án nokkurra skýringa eða hressingar. Þorgeir var búinn að fá nóg og ætlaði að taka til sinna ráða. Þessi minning kom upp í hugann í dag þegar ég var að velta þessu COVID ástandi fyrir mér. Auðvitað langar okkur öll að taka til okkar ráða. Við höfum því miður bara engar útgöngudyr í bili eins og Þorgeir forðum daga er hann hreytti út úr sér: Ég tek ekki þátt í svona vitleysu lengur.