mánudagur, 5. júlí 2021

Þegar ESB skilar ekki árangri

Þetta mál hefur vakið mikla athygli í sænskum fjölmiðlum undanfarna daga. Fyrirsögn leiðarans er: Bestu þakkir USA fyrir að þið hreinsið til. Undirfyrirsögnin segir: Þegar ESB kerfið skilar ekki árangri gegn spillingu er vel þegið að USA starfi sem heimslögregla í Evrópu. Fjallað er um hvernig FBI hefur beitt sér gegn glæpagengjum í Evrópu með skilvirkum hætti. Sérstaklega eru bófar frá Búlgaríu fyrirferðarmiklir og kræfir. Regluverk ESB hefur verið illa skilvirkt og fjárframlög til þessa málaflokks, drjúgar summur, lent í vösum sjálfra krimmana. Þeir komi sér fyrir í hæstu stöðum eins og í t.d. Búlgaríu. Svíar hafa af því áhyggjur að þeir geti orðið að framselja Svía til landa ESB, þar sem spyllingin er mikil. Til landa sem geta ekki tryggt réttaröryggi fólks eins og í Búlgaríu. Rúsínan í pulsu endanum er að fyrir nokkrum dögum voru handteknir 150 manns í Svíþjóð sem tilheyra ýmsum glæpagengjum og yfir 1000 manns víðsvegar um Evrópu fyrir tilstuðlan bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Það var létt yfir lögreglunni í Svíþjóð þegar hún gat tilkynnt þessa niðurstöðu. Hvar ætlum við að draga mörkin í okkar samfélagi? Er ásættanlegt að glæpagengi hreiðri um sig vegna samninga sem stjórnvöld hafa gert um frjálsar ferðir þessa liðs. Ég segi NEI! Hvað segið þið sem bjóðið ykkur fram til að stjórna landinu. Er þögnin besti mótleikurinn?