sunnudagur, 12. apríl 2020

Síðasta kvöldmáltíðin

Síðasta kvöldmáltíðin búin (kjöt í karrý) og ekkert eftir nema stundin um kvöl frelsarans framundan. Á æskuárum var þessi tími ungum eirðarlausum pilti mikil áraun. Maður mátti bókstaflega EKKERT gera heima fyrir. Þegar maður komst á unglingsár var það helsta dægrarstytting okkar vinanna að bíða í röð við nætursöluna, sem opnaði á miðnætti föstudagins langa. Það var eins og þungu fargi væri létt af okkur þegar lúgan opnaði og hægt var að kaupa kók og prins - hvílíkt frelsi. Svo liðu árin og kröfur um heilagleika á þessum degi slökknuðu. Ég man þegar maður gat farið á skíði í Bláfjöllum. Jafnvel búðir eru nú í einhverju mæli opnar. Við höfum mörg undanfarn ár ýmist verið í Svíþjóð á þessum tíma eða skroppið austur í Skaftártungu. Það er löngu búið að fella niður flugið okkar til Köben. Þá var Tungan ein í boði þar til maðurinn í svörtu fötunum, hann Víðir skipaði okkur að halda okkur heima. Hver vill ekki hlíða Víði. Er ekki eins með ykkur?

föstudagur, 3. apríl 2020

Dánartíðni, samanburður á Íslandi og Svíþjóð

Dánartíðni í dag þann 1. apríl m.v. 100 þúsund íbúa er 1,11 hér á landi. Sambærileg tala í Svíþjóð á þessum degi er 2,77 Greindir sýktir hér á landi eru 1.319 en í Svíþjóð einungis 5.466 Greindir sýktir á Íslandi m.v. 100 þúsund íbúa eru því 366 en í Svíþjóð einungis 54 á sama mælikvarða. Hvað segir þetta okkur? Er það vegna þess að við höfum verið duglegri að skima fólk fyrir veirunni? Líklega skiptir það sköpum vegna þess að sambærileg skimun hefur ekki átt sér stað þar. Ef útbreiðslan er með sambærilegum hætti í Svíþjóð og hér á landi hljóta að vera töluvert fleiri þar sem enn eru ekki greindir en eru smitaðir. Þannig má ætla miðað við þessar tölur að 30 þúsund manns séu ógreindir í Svíþjóð smitaðir og þá smitberar.da