föstudagur, 3. apríl 2020

Dánartíðni, samanburður á Íslandi og Svíþjóð

Dánartíðni í dag þann 1. apríl m.v. 100 þúsund íbúa er 1,11 hér á landi. Sambærileg tala í Svíþjóð á þessum degi er 2,77 Greindir sýktir hér á landi eru 1.319 en í Svíþjóð einungis 5.466 Greindir sýktir á Íslandi m.v. 100 þúsund íbúa eru því 366 en í Svíþjóð einungis 54 á sama mælikvarða. Hvað segir þetta okkur? Er það vegna þess að við höfum verið duglegri að skima fólk fyrir veirunni? Líklega skiptir það sköpum vegna þess að sambærileg skimun hefur ekki átt sér stað þar. Ef útbreiðslan er með sambærilegum hætti í Svíþjóð og hér á landi hljóta að vera töluvert fleiri þar sem enn eru ekki greindir en eru smitaðir. Þannig má ætla miðað við þessar tölur að 30 þúsund manns séu ógreindir í Svíþjóð smitaðir og þá smitberar.da

Engin ummæli: