laugardagur, 6. maí 2017

Frönsku kosningarnar 2017

 Le Pen segir að eftir kosningarnar muni kona stjórna Frakklandi. Annað hvort hún eða Merkel. Það er broddur í því og segir meira en miklar málalengingar. ESB var fyrst og fremst draumur sosíalista og sósial demokrata um að byggja sameinaða Evrópu. Nú vitum við að þessi hugmyndafræði hefur strandað. Það er komið á daginn að stuðningurinn við þjóðríkið er sterkari en sósialistar töldu. ESB hefur ekki tekist að leiða þjóðirnar í gegnum holskeflu síðustu ára. Skýrast var það þegar Þjóðverjar neituðu að hjálpa Grikkjum. Bretar ætla að hætta í ESB. Það er útbreiddur misskilningur að ESB hafi haldið friðinn í Evrópu sl. sjötíu ár. Það eigum við fyrst og fremst Bandaríkjunum að þakka og NATO. Í athyglisverðri grein Hjörleifs Guttormssonar í mbl um fall Samfylkingarinnar og erfiðleika sósialista í Evrópu gleymdi han þó að segja frá því að nýjar kynslóðir vinstri manna úr röðum menntamanna, gleymdu meginhlutverki sínu, að berjast fyrir hag launafólks. Þeir einhentu sér í staðinn að berjast fyrir sameiningu evrópsku ríkjanna. Með þeim árangri að flokkar sem kenna sig við þessar stefnur í Evrópu eiga mjög í vök að verjast.

Engin ummæli: