laugardagur, 1. júlí 2006

Stebbi vinur fimmtugur.

Við fórum í fimmtugsafmæli í dag til Stefáns Sigurðssonar Perlustjóra. Það fór auðvitað ekkert milli mála að það var höfðingi sem átti afmæli. Þarna var margt manna og kvenna þar á meðal fyrrum forseti lýðveldisins frú Vígdís. Ef maður vill segja eitthvað fallegt um samferðarmann þá er það að mínu viti að hann sé MAÐUR eða "Mench" eins og Larry King segir það. Stebbi uppfyllir öll skilyrði til þess að komast í þennan hóp. Hann er góður drengur sem vill öllum vel. Hann hefur mannbætandi áhrif á alla í kringum sig. Svo á hann yndislega eiginkonu sem bætir upp á það sem á kann að vanta. Oft í gegnum árin hefur maður notið þess að vera í návist hans þegar hanna stjórnar matseldinni. Þegar hann töfrar fram veisluborð úr að því er virðist engu. Þetta geta bara listamenn á hvaða sviði sem þeir starfa. Ég hitti í veislunni kollega minn sem ég hef stundum átt í skoðnadeilum við. Við ræddum saman á vinasamlegum nótum. Í lokin sagði hann: "Sveinn þakka þér þetta spjal. Gaman að ræða við þig og skilja við þig á vinsamlegum nótum." Ég mat þetta mikils og vona að hann hafi skilið það. Stundum hefur maður kannski verið ógætinn í orðum þegar maður hefur verið að verja málstaðinn og þá meira af kappi en forsjá. Allavega var fyrirgefningin kærkomin. Hef þetta ekki lengra. Kveðja.

Engin ummæli: