þriðjudagur, 4. júlí 2006

Jæja, þannig fór um sjóferð þá.

Ítalirnir voru með sterkara lið. Þetta voru sanngjörn úrslit burtséð frá því með hvaða liði maður hélt. Þjóðverjar fengu a.m.k. tvö tækifæri sem maður má ekki brenna af í svona leik. Skyldu Portugalar eiga séns í Frakka? Það getur sýnilega allt gerst fyrst Þjóðverjar eru úr leik. Hingað komu í kvöld og horfðu á leikinn með okkur Helgi og Ingunn. Það er þungbúið úti og ekkert sumarveður. Þannig að það er kærkomið að geta verið í góðum gír fyrir framan sjónvarpið og horft á heimsmeistarkeppnina.

Engin ummæli: