miðvikudagur, 5. júlí 2006

Nú voru Frakkar heppnir.

Þeir unnu með einu marki úr vítaspyrnu, sem fékkst út á lélega leiktilburði í Henry. Portugalir voru mun betri, en það var eins og áður hjá þeim boltinn vildi ekki í markið. Þá er ljóst að það verða Frakkar og Ítalir sem keppa til úrslita. Annars lítið í fréttum héðan. Valdimar og Stella komu hér í heimsókn í kvöld og horfðu á boltann með okkur. Nú fer heimsmeistarmótinu að ljúka og þá byrjar þessi "eftirboltabummer". En það koma tíma og koma ráð. Þá er bara að finna sér eitthvað annað spennandi.

Engin ummæli: