fimmtudagur, 6. júlí 2006

Austur að Flúðum.


Við Sirrý keyrðum austur að Flúðum í dag til að heimsækja Sigurð og Vélaugu í sumarhúsi sem þau hafa dvalið í yfir vikuna. Þar hittum við Snorra Þór og Baldur Braga Sigurðssyni bræður Sirrýjar, sem voru að spila golf á vellí í nágrenni sumarbústaðarins. Gunnar Örn er með börnin sín Spáni. Okkur var boðið í þennan fína grillmat og áttum við með þeim góða kvöldstund. Málin krufin, slegið á létta strengi, hlegið já allur pakkinn. Þetta eru frábærar stundir þegar þær koma. Lögðum af stað í bæinn kl. 22.00 og vorum rúman klukkutíma á leiðinni. Þetta eru um 100 km frá Rvík.

Engin ummæli: