föstudagur, 4. ágúst 2006

Síðasti virki dagurinn í fríinu.

Það er ýmislegt skemmtilegt af okkur að frétta. Við réðumst í það að kaupa okkur nýjan bíl í fríinu. Sjá mynd hér til hliðar. Keyptum okkur Subaru Legacy, hvað annað? Þetta er fjórði nýji Subaru bíllinn sem við kaupum okkur frá 1987. Þetta var ekki erfitt val. Við ætluðum að vísu að kaupa Subaru Impresa en létum leiðast til að prófa Legacy og þá var ekki aftur snúið. Framundan er Verslunarmannahelgin með öllum sínum útihátíðum og skralli. Vonandi verður hún án alvarlegra áfalla að þessu sinni en ég óttast um æsku þessa lands. Ég hvet alla bloggvini mína til þess að lesa pistil Magnúsar Teitssonar. Pistilinn má nálgast hér með því að smella: Árviss viðbjóður.. Við búum í breyttu þjóðfélagi með margfallt meiri hættum vegna ágangs fíkniefnasala og annarra misyndismanna sem vilja eyðileggja líf barnanna okkar. Við eigum ekki að búa til eftirlitslausar veiðilendur fyrir þessa aðila með því að smala æskunni inn á samkomur og láta sem það sé allt í lagi að börn séu ofurölvi á þessum stöðum. Æska þessa lands er það dýrmætsta sem við eigum. Til þess að enda þennan pistil á léttari nótum þá bendi ég ykkur á að grein mína í Lesbók Mbl. þann 26. júlí sl. sem má nálgast hér:Þó þú langförull legðir. Góða helgi og góða heimkomu. Kveðja.

Engin ummæli: