miðvikudagur, 23. ágúst 2006

Síðsumarkvöld

Veðrið hefur verið fínt í dag. Fórum í göngutúr í Fossvogsdalnum í kvöld. Yndislegt veður, kyrrtlátt og þægilegt. Við fórum reyndar líka í svona göngutúr í fyrradag með Íu vinkonu. Erum að njóta stundarinnar og veðurblíðunnar. Nú styttist í haustið og voandi spennandi verkefni hjá öllum. Sigrún kom heim frá Lundúnum og byrjaði í Kvennó í dag. Hún lét vel af dvöl sinni í heimsborginni. Lítið fréttist af Valdimar og Stellu þessa dagana. Hilda, Magnús og Valgerður Birna eru í Kristianstad hjá Hirti, Ingibjörgu og nafna. Ég var á fundi í gær þar sem var norski sjávarútvegsráðherrann. Hún er "vinstri græn" í pólitík. Hefur heldur betur aðrar áherslur í atvinnumálum en við sem veðjum á markaðshagkerfið sem farsælustu lausnina fyrir sjávarútveginn. Hún er ung að árum miðað við okkur þessa sem erum búnir að vera tugina tvo í þessu. Hún mun vera fædd árið 1973 jafngömul Hirti Friðrik. Hún hefur mikla jákvæða útgeislun og flutti mál sitt ágætlega.

Engin ummæli: