sunnudagur, 20. ágúst 2006

Musikkoret Köbenhavn.

Á föstudagskvöldið fórum við í Langholtskirkju á tónleika sem danskur kór hélt í kirkjunni. Elísabet föðursystir er í kórnum og er hann kominn hingað í tónlistar- og menningarheimsókn. Einnig söng með kórnum einsöng önnur frænka, hún Guðrún Finnbjarnadóttir. Með kórnum spilaði lítil hljómsveit píanóleikari og strokhljóðfæraleikarar. Lagavalið var aðallega úr smiðjum klassískra meistara.Svo sem G.F.Händel, Glæd dig du jord. F.B. Mendelssohn, Hör mein Bitten. A.Vivaldi Landamus te. J. Hayden, Vollendet ist das grosse Werk. Eftir tónleikana buðu systur og mákona Betu kór og ættingum upp á kvöldkaffi. Í gær laugardag vorum við framan af degi við heimilsstörf. Stóra verkefnið var að koma saman vatnslás í baðvaski sem við tókum sundur vegna stíflu. Það gékk á ýmsu en það hafðist að lokum. Seinni partinn í gær fórum við svo í bæinn eins og allir hinir til þess að taka þátt í menningarnótt Reykjvíkurborgar. Þarna voru að sjálfsögðu allir eða hér um bil. Við fórum á stórtónleikana á Klambratúni. Vorum áður búinn að rölta um miðbæinn og horfðum svo á glæsilega flugeldasýningu á sundinu fyrir framan Skúlagötuna kl. 22.30. Hittum Helga og Ingunni og enduðum heima hjá þeim í stuttri heimsókn. Við höfum verið í SMS og MSN sambandi við Sigrúnu í London. Þetta er svona það helsta. Kveðja.

Engin ummæli: