sunnudagur, 13. ágúst 2006

"None stop" helgi

Í Krísuvík Þetta er ein af þessum "none stop" helgum. Við fórum í fertugsafmæli hjá Gerði vinnufélaga á föstudagskvöldið. Ég tók að mér að spila tvö lög á píanó sem var frumraun í slíku samkvæmi. Á laugardeginum fórum við í brúðkaup, sem byrjaði í Vídalínskirkju klukkan 16.00. Síðan var veislan haldin heima hjá vinumum okkar Jenný og Mumma. Þau voru að gifta elstu dóttur sína hana Heiðu. Eftir brúðkaupsveisluna gerðum við örstutt stopp hjá vinum okkar Ellu frænku og Júlla í Sogamýrinni. Hér litu við í gær sr. Hjörtur og Unnur og Sigurður og Vélaug til að kveðja Svíþjóðarfarana. Í morgun fóru svo nafni og Ingibjörg til Svíþjóðar. Lagt var af stað til Keflavíkur kl. 4.30 til þess að verða á undan trafíkinni, það tókst. Seinni partinn fórum við svo í smá bíltúr til þess að prufa nýja bílinn hérna í nágrenni Kópavogs. Þannig að það hefur verið í nógu að snúast. Kveðja.

Engin ummæli: