miðvikudagur, 25. júní 2008

Fótboltadrama.

Philipp Lahm (Mynd: Die Welt) Já það var þessi kappi Philip Lahm sem kom Þjóðverjum áfram í lokakeppnina í Evrópumeistarakeppninni. Þeir eru ótrúlegir baráttujálkar Þjóðverjarnir. Skipulagðir, agaðir þrautþjálfaðir og gefast aldrei upp. Tyrkirnir reyndu hvað þeir gátu en það dugði ekki til. Einhvernveginn lág það í loftinu að Þjóðverjar hefðu þá þót þeir væru undir í byrjun. Tyrkirnir börðust eins á ljón svona meira af vilja en getu sem alltaf er aðdáunarvert. Maður hefur alls ekki séð nóg af leikjum undanfarið. Það hefur verið í nógu að snúast. Fylgdist þó með Svíum í upphafi og Portúgölum. En hugsið ykkur Englendingar komust ekki einu sinni í keppnina. Sitja á sama bekk og við. Það hlýtur að vera þeim umhugsunarefni. Kveðja

Engin ummæli: