sunnudagur, 15. júní 2008

Úr dagsins önn.

Í snúning. Það hefur verið í miklu að snúast þessa vikuna. Í gærkvöldi vorum við í brúðkaupsveislu Sæmundar Karls og Krístínar Helgu. Stórglæsileg veisla sem endaði á því að boðið var upp á lifandi tónlist og dans. Hér má sjá okkur feðginin í léttri sveiflu.

Þreyttir foreldrar. Já það var mikið að gera hjá Valdimari og Stellu þessa helgi. Valdimar var að útskrifast sem BA í lögum frá HÍ. Tók þessa skemmtilegu mynd af þeim þegar þau voru að bíða eftir komu okkar eftir útskriftina.
Valdimar. Valdimar var glaður yfir áfanganum og ekki síður trompetinum sem við gáfum honum í tilefni áfangans. Nú getur hann í frítíma sínum farið að æfa gömlu lögin sem hann var að spila hér á árum áður í Skólahljómsveit Grafarvogs. Að sjálfsögðu fylgir dempari þannig að nágrannar hans þurfa ekki að örvænta.
Súlur. Ég fór keyrandi norður á Akureyri eldsnemma á fimmtudagsmorguninn til þess að taka þátt í ráðstefnu sem var á vegum Háskólans á Akureyri og bar yfirskriftina "Future challenges for the seafood industry". Afar fróðleg ráðstefna með góðum erindum um það sem er helst í döfinni í sjávarútvegi og fiskeldi. Keyrði svo aftur í bæinn á föstudaginn. Þessi mynd er tekin úr Húna ll á Pollinum fyrir framan Akureyri.

Engin ummæli: