sunnudagur, 22. júní 2008

Helgin flaug hjá

Þetta eru búnir að vera frábærir dagar í sól og sumaryl. Við pössuðum Lilju á föstudagskvöldið. Á laugardaginn fórum við upp í Borgarnes og sóttum Svein Hjört yngri. Hann hefur verið hjá okkur í góðu yfirlæti um helgina. Í gær komu Vala Birna og Hilda að leika við "litla" Svenna. Nú hingað kom Sunna í pössun í gærdag og var hér í nótt. Björn kom í morgun og náði í hana. Við rétt náðum að fara með hana einn hring í dalnum áður en hann kom. Hingað komu foreldrar mínir, Unnur og Hjörtur í dag svo og Valdimar, Stella og Lilja. Svo erum við búin að vera í drjúgu símasambandi við Borgarnes (mömmu hans Svenna), Kristianstad (pabba hans Svenna), Vík í Mýrdal (frænku hans Svenna) og Hemrukotið hennar Höllu (langömmusystir hans Svenna). Þannig það hefur verið í nógu að snúast. Sögur af leiðinlegu veðri í Vík á Mýrdalssandi(hvít jörð í gær) og grenjandi rigningu í Skaftártungu hafa verið til þess fallnar að við höfum notið sólarinnar í botn. Kveðja.

Engin ummæli: