fimmtudagur, 26. júní 2008

Enn einn stórleikurinn

Leikur Spánar og Rússa var frábær skemmtun. Þetta var svolítið leikur kattarins að músinni(þversögn í því að tala um Rússa sem mýs jafnvel í þessu samhengi) þegar líða tók á leikinn. Spánverjar sem léku í gulum treyjum tók Rússana í kennslu og unnu þá með þremur mörkum. Maður trúði því varla að þetta væru sömu Rússarnir sem tóku Svía í bakaríið hérna um daginn sem líka léku í gulum peysum. Jæja farinn í frí. Bestu kveðjur til ykkar allra.

Engin ummæli: