sunnudagur, 8. júní 2008

Brimströndin

Amma, pabbi og Svenni.
Við fórum í dag austur í Tungu og ætluðum að gista í nótt, en veðrið var svo leiðinlegt að við fórum aftur heim. Það var ekki hundi út sigandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Sveinn Hjörtur yngri kemur í kofann og er því fjórði ættliðurinn sem heimsækir Göggukot. Eigi að síður áttum við þarna góðan dag með þeim Hirti Friðrik og Sveini Hirti jr.

Brimströndin. Það er ekki alltaf sól og sumar á Íslandi. Gott dæmi um það er þessi mynd af Reynisdröngum. Brimaldan var kröftug þennan dag og betra að halda sig í hæfilegri fjarlægð. Kveðja.

Engin ummæli: