mánudagur, 2. júlí 2012

Laxá í Refasveit opnuð.

Refasveit

Fór norður í Laxá í Refasveit um helgina síðustu. Þetta var opnunarhelgi sumarsins og fengust tveir laxar. Við gengum niður með ánni neðan þjóðvegar og hirtum rusl sem var á vegi okkar á laugardeginum. Grilluðum um kvöldið og fögnuðum sumri. Sunnudaginn renndum við svo fyrir lax. Veðrið var einstaklega gott þessa helgi og fór hitinn í allt að 17°C yfir daginn. Varla sást skýhnoðri á lofti þessa tvo daga. Brunað var í bæinn á sunnudagskvöldið. Þarna var maður í einangrun frá skarkala heimsins og forsetakosningunum. Það fór eins og kannanir höfðu spáð að forsetinn fékk meirihluta atkvæða. Nóg í bili....

Engin ummæli: