þriðjudagur, 17. ágúst 2021

Stofnþjóð Sþ

 Við Íslendingar fengum að vera ein af stofnþjóðum Sameinuðu þjóðanna þó að við hefðum ekki lýst stríði á hendur Þjóðverjum. Þór Whitehead bendir á þessa staðreynd í umfjöllun um komu Churchill til Íslands fyrir 80 árum. Þetta er þörf ábending nú í ljósi umræðu um okkur sem NATO þjóð. Við fengum inngöngu í þann klúbb af því að þessi eyja var okkar. Það var ekki vegna þess að við værum stríðandi afl. Það er gott að hafa það í huga þegar rætt er um ábyrgð okkar við brotthvarf NATO frá Afganistan. Við höfum ekki farið með hervaldi þar, þótt einhverjir fáir einstaklingar hafi fengið skrifstofustörf gegnum NATO. Við höfum engar skyldur við Afgana umfram aðrar þjóðir í þessu tilliti. Það er mikilvægt að skerpa á friðelsku okkar með jöfnu millibili. Það er illa gert að vera stilla Katrínu forsætisráðherra upp og lýsa yfir einhverri ábyrgð í þessu máli, sjálfum hernámsandstæðingnum. Kommon!

Engin ummæli: