þriðjudagur, 13. desember 2022

Þögnin er líka góð...

Já, hér ríkir þögnin og hún lengist með hverju árinu sem líður. Þögnin er hverjum manni nauðsynleg til þess að njóta og hugsa, minnast liðinna gæðastunda, sættast og huga að einhverju nýju. Gefa " snilligáfunni" svigrúm það er óhætt  að nefna það. Höfum við ekki öll örlítinn skammt af henni? Við erum öll einstök með einum eða öðrum hætti. Ég hef verið að pára þetta í gegnum árin. Tilraun til þess að gefa af sér út í cosmósið eða út í veraldarvefinn  eitthvað, sem væri allavega fræðandi, upplýsandi, afþreying eða bara einfaldur status nokkur dægurorð.

Ég hef farið í kaffi á Höfnina undanfarin misseri til að hitta gamla kunningja og samferðarmenn. Ég fór þangað í sumar með 3ja ára dótturson minn sem býr í Svíþjóð. Ég bauð honum einn morguninn að koma og "besöka gubbarna." Hann var viljugur til þess en var undrandi á að sjá alla þessa karla á þröngri kaffistofunni. Hann veit eftir þessa reynslu hvar afi er þegar hann segist hafa verið að hitta gubbarna. Möo maður lærir ekkert nema maður upplifi, reyni og auðvitað er  vilji allt sem þarf.

What´s the use of crying?
Smile

Engin ummæli: