fimmtudagur, 19. ágúst 2004

Happy End eða Surrabæja Johnny

Í kvöld sáum við söngleikinn Happy End í Gamla Bíó. Þetta var mjög fín skemmtun. Þar sem hið góða og fagra takast á við hið illa og ljóta. Brynhildur Björnsdóttir leikari og söngvari fór á kostum. Fór áberandi vel með textann, falleg söngröddin hefði mátt fá stærra hlutverk. Merkilegt hvað Íslendingar eiga erfitt með að skynja hversu frábærir söngvarar koma úr þessari fjölskyldu. Minni til dæmis á náfrænku hennar Ragnheiði Elfu Arnardóttir, sem var/er frábær söngvari. Þær eru ekki með kraftmiklar raddir en mjög fínlegar og hljómfagrar. Það er vonandi að við fáum að njóta þessara miklu hæfileika Brynhildar í framtíðinni. Hinsvegar er þetta húsnæði óhentugt og það hreinlega drepur allan hljóm. Að þetta skuli vera operhúsið okkar Íslendinga er nátturlega til skammar. Ekki fleiri orð um það. Guðmundur Jónsson var þarna í stóru hlutverki. Hann þarf að skerpa framburðinn en komst annars ágætlega frá þessu. Valgerður Guðnadóttir stóð sig með sóma. En salarkynnin hjálpuðu henni ekki því miður. Í stuttu máli sagt hin besta skemmtun.

Engin ummæli: