fimmtudagur, 12. ágúst 2004

Veður og vinna

Sumarfríið búið í bili og mættur til vinnu. Þá kemur þessi einmuna blíða þar sem hvert hitametið af öðru er slegið. Það ætti enginn að vinna í svona veðri en því miður þá er því ekki að heilsa hjá mörgum. Það er ótrúlegt hversu mikið sálartetrið eflist í sólinni. Líklega kemur sólin einhverjum jákvæðum efnaskiptum af stað. Er þetta ekki allt ein allsherjar "kemía". Vonandi að þetta gagnist okkur þegar húmið sækir að. Jæja þetta er orðið skáldlegt hjá mér. Sátum annars lengi á pallinum í dag. Í félagsskapar Iu og Unnar. Snæddum úrvals lambalæri sem grillað var úti við.

Engin ummæli: