sunnudagur, 21. ágúst 2011

Menningarnótt 2011

Borgarstjórinn og índíanarnir. Menningarnótt 2011 eða menningardagurinn 2011 tókst með ágætum. Tugir þúsunda röltu um miðborgina frá morgni til kvölds í leit að menningu. Veðrið var aldeilis til þess fallið. Brakandi sólskin allan liðlangan daginn. Reykjavíkurmarathonið setti svip sinn á borgina fyrri part dagsins. Um kvöldið voru það útitónleikar og ljósasýning Hörpunnar sem flestir fylgdust með. Þessi síðsumardagur er orðin n.k. þjóðhátíðardagur þar sem fjöldinn röltir um og sýnir sig og skoðar aðra. Maður er manns gaman ætli það lýsi ekki best þessum degi. Við kíktum aðeins á Latabæjarhlaupið og svo litum við inn í Ráðhúsið og horfðum á úlfadans indíanahóps frá Seattle í USA. Um kvöldið hittum við vini okkar Helga, Ingunni og Ingibjörgu og röltum með þeim um bæinn fram undir miðnætti. Eftir flotta flugeldasýningu var svo haldi heim á leið.

Engin ummæli: