sunnudagur, 28. ágúst 2011

Gengið á Strandarkirkju

Við gengum fjórtán á Strandarkirkju í gær. Gangan hófst upp úr níu úr Bláfjöllum. Þaðan gengum við í stefnu á göngugötuna sem liggur úr Grindarskörðum. Veður til göngu var gott þótt hitastigið væri aðeins 4°C þegar við hófum gönguna. Fremur svalt var alla leiðina, þar sem lengst af var fremur skýað. Við vorum komin niður að Hlíðarvatni upp úr klukkan tvö en þar beið okkar rúta sem skutlaði okkur aftur í Bláfjöll með viðkomu í Strandarkirkju. Þar var stutt minningarstund afkomenda Sigurðar Helgasonar hrl. og sýslumanns en hann hefði orðið áttatíu ára gamall þennan dag. Blessuð sé minning hans. Um kvöldið var okkur svo boðið í veislu í tilefni dagsins. Ég hef ekki tölu á þeim fjölda ganga sem ég hef gengið undanfarna áratugi á Strandarkirkju. Þær telja örugglega á annan tuginn jafnvel fleiri.

Engin ummæli: