fimmtudagur, 29. desember 2011

Hässleholm og nágrenni.

Við flugum utan með Iceland Express í gærmorgun. Þeir voru á tíma og eru nú með í leigu nýjar Airbus vélar. Kristian, Linda og Wilma voru með okkur suður á Keflavíkurflugvöll og voru í sömu vél út. Þau höfðu klukkutíma til að koma sér í vélina til Gautaborgar þ.e. tékka sig út og inn á Kastrup. Það tókst allt saman en mátti ekki tæpara standa. Við vorum komin til Hässleholm kl. 15.00. Lestarferðin tók innan við klukkutíma. Eftir viðkomu á Vallgatan fórum við til Kristianstad og vorum þar fram eftir kvöldi í góðu yfirlæti hjá Hirti og Ingibjörgu. Tókum "Pågatoget" fram og til baka en það tekur um 18 mínútur að fara á milli þessara tveggja bæja. Hér í Hässleholm er öll þjónusta við hendina. Bæði sérvöruverslanir, stórmarkaðir, veitingahús og kaffihús. Þannig að það þarf ekki að sækja þá þjónustu annað. Það tekur rúman klukkutíma í lest til Kaupmannahafnar og kostar ferðin ca 150 SEK. Svo eru hér bæir eins og Lundur, Kristianstad og Malmö. Við höfum verið að setja upp ljós og passa strákana þá Svein Hjört og Jóhannes Erni í dag. Þeir gista hjá okkur í nótt. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem kappparnir eru ekki yfir nótt með mömmu og pabba.Við höfum átt hér glaða stund með þessum fjörugu piltum.

Engin ummæli: