sunnudagur, 10. júní 2012

Á Austurvelli.

Eftirminnilegasti atburður vikunnar verður vafalítið samstöðufundurinn á Austurvelli til að mótmæla fyrirliggjandi frumvörpum um veiðigjöld og stjórn fiskveiða. Það segir meira en margt annað að á fundinn mættu tvöþúsund manns og í höfninni voru yfir 80 fiskiskip þennan dag. Það kom óvart að þarna var mættur nokkur hópur fólks, sem lagði sig fram um að yfirgnæfa ræðumenn fundarins. Það tókst ekki að þagga niður í ræðumönnum, þvert á móti juku þeir raddstyrk sinn og fluttu mál sitt skörulega. Það er í raun sorglegt að fólk sé svo rökþrota í andófi sínu að það mæti til þess eins að púa á ræðumenn til að þagga niður í fólki. Hvar er lýðræðið, hvar er hin frjálsa orðræða? Nóg í bili.

Engin ummæli: